Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mið 16. september 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hertha kaupir Cordoba (Staðfest)
Hertha Berlin gekk í gær á kaupunum á John Cordoba frá FC Köln.

Cordoba verður númer fimmtán hjá Herthu og skrifar hann undir fjögurra ára samning við félagið.

Hann kostar Herthu um fjórtán milljónir punda. Hann er 27 ára gamall kolombískur framherji.

Hann skoraði 33 mörk í 78 leikjum fyrir Köln í deildarkeppni á árunum 2017-2020. Á þarsíðustu leiktíð skoraði hann 20 mörk í næstefstu deild og var næstmarkahæsti leikmaður 2. Bundesliga.



Athugasemdir