fös 16. september 2022 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Albert settur út úr hópnum út af slæmu hugarfari
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu, er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Albaníu og Venesúela.

Þessi tíðindi hafa vakið mikla athygli í ljósi þess hve hæfileikaríkur fótboltamaður Albert er.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, sagði frá því á fréttamannafundi að hann hefði verið mjög ósáttur við hugarfar Alberts í síðasta verkefni.

„Ég var mjög svekktur út í hugarfar Alberts í síðasta glugga. Það er mikill heiður að vera valinn í landsliðið og menn þurfa að vera 100% með eða ekki. Leikmenn Íslands hafa alltaf sett frammistöðu liðsins fram yfir eigin frammistöðu og ég tel að það sé lykillinn að árangri. Þetta er ákvörðun sem ég tek fyrir þennan glugga en ég loka ekki neinu í framtíðinni. Þegar Albert er tilbúinn að vinna innan þess ramma sem ég set þá er pláss fyrir hæfileikaríka menn eins og hann," sagði Arnar.

Hann hafi ekki sett liðsheildina í forgang og því sé hann ekki með í þessu verkefni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner