Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fös 16. október 2020 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Butland til Crystal Palace (Staðfest)
Jack Butland er mættur til Palace
Jack Butland er mættur til Palace
Mynd: Crystal Palace
Crystal Palace gekk í kvöld frá kaupum á enska markverðinum Jack Butland en hann kemur frá Stoke City.

Butland er 27 ára gamall og á níu landsleiki á bakinu með enska landsliðinu.

Hann hefur verið á mála hjá Stoke City frá 2013 en hann missti sæti sitt til Adam Federici á síðustu leiktíð eftir röð mistaka.

Mörg félög sýndu honum áhuga í þessum glugga en hann var meðal annars orðaður við Liverpool.

Crystal Palace var þó með hraðar hendur í dag og gekk frá kaupum á honum en Palace borgar 1 milljón pund fyrir hann plús bónusgreiðslur sem eru töluvert hærri samkvæmt Sky Sports.

Butland mun berjast við Vicente Guaita um markvarðarstöðuna hjá Palace sem er í tólfta sæti deildarinnar með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner