Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. október 2020 08:49
Magnús Már Einarsson
Framhald Íslandsmótsins kemur líklega í ljós í dag
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að ákvörðun um framhaldið í fótboltanum verði líklega tekin í dag þegar ný reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu verður gerð opinber. Þá komi það í ljós hvort hreinlega þurfi að blása Íslandsmótið af.

Guðni vildi þó ekki tjá sig um það við RÚV hvort keppni í öllum deildum yrði þá aflýst, yrði það niðurstaðan, eða einungis í neðri deildum.

Keppni á Íslandsmótinu hefur verið stopp síðan 7. október vegna kórónuveiru faraldursins en þau tilmæli voru þá gefin að lið á höfuðborgarsvæðinu myndu ekki vera með skipulagðar æfingar.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, sagði á upplýsingafundi í gær að minnisblað sitt til heilbrigðisráðuneytisins myndi ekki breytast mikið frá síðasta minnisblaði. Heilbrigðisráðuneytið fer yfir tillögurnar og birtir nýja reglugerð sína í dag.

Sjá einnig:
Svona endar Íslandsmótið ef keppni verður hætt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner