Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 16. október 2020 09:12
Magnús Már Einarsson
Líklegast að Harry Wilson fari til Cardiff
Félagaskiptaglugginn milli deilda á Englandi lokar í kvöld og allt bendir til þess að Harry Wilson fari frá Liverpool á láni.

Sky Sports segir að Cardiff sé líklegasti áfangastaðurinn og að félagið hafi komist að samkomulagi við Liverpool um greiðslu fyrir lánssamninginn.

Swansea, Reading, Bristol City og Derby hafa einnig sýnt Wilson áhuga.

Wilson var á láni hjá Bournemouth þegar liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabil.

Tímabilið 2018/2019 var hann á láni hjá Derby.
Athugasemdir