Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 16. október 2021 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eina slæma við sigurinn er það að KR fer í Evrópukeppni
KR spilar í Sambandsdeildinni á næsta tímabili.
KR spilar í Sambandsdeildinni á næsta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason sagði í samtali við Fótbolta.net að það væri eitt slæmt við sigur liðsins í bikarúrslitunum í dag.

„Eina slæma sem ég sé við þetta er að KR kemst í Evrópukeppnina. En það er bara eins og það er," sagði Kári sem er ekki mikill aðdáandi KR.

KR hafnaði í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar og fer í Sambandsdeildina. Víkingur varð Íslands- og bikarmeistari og fer í forkeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik fer í Sambandsdeildina með KR.

Skaut svo á KR fyrir að sleppa Pablo
Kári sagði jafnframt í viðtalinu að KR hefði gert stór mistök eftir síðasta tímabil með því að endursemja ekki við miðjumanninn Pablo Punyed. Hann samdi við Víking og var lykilmaður í mögnuðum árangri liðsins á tímabilinu sem var að klárast.

„Ég skil þetta ekki. Hann og Júlli eru svo góðir saman. Þetta var lokapúslið sem okkur vantaði. Ég fatta ekki hvernig þeir vildu ekki halda honum. Ég skil það ekki," sagði Kári.

Sjá einnig:
Pablo meistari með þriðja liðinu - Trúði ekki að hann væri á lausu
Kári Árna: Hin heilaga þrenning í rauninni
Athugasemdir
banner
banner
banner