Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 17:47
Elvar Geir Magnússon
Alfreð: Sólin mun skína eftir versta storminn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason ferðaðist ekki með íslenska landsliðinu til Moldóvu og ljóst að hann verður frá í einhvern tíma eftir að hafa farið úr axlarlið í leiknum gegn Tyrkjum.

Viðar Örn Kjartansson hefur hinsvegar náð sér af veikindum og er með íslenska hópnum í Moldóvu.

Alfreð hefur verið að leika vel fyrir Augsburg að undanförnu og meiðsli hans eru slæmar fréttir fyrir þýska liðið.

Alfreð setti færslu á Instagram í dag með mynd frá Hafliða Breiðfjörð.

„Úrslitin á föstudag voru okkur mikil vonbrigði en að meiðast á sama tíma gerði kvöldið enn súrara," skrifaði Alfreð á Instagram.

„Bataferlið er þegar farið af stað og ég mun leggja harðar að mér en nokkru sinni fyrr til að snúa aftur út á völlinn sem fyrst og gera það sem ég elska. Jafnvel eftir versta storminn þá skín sólin á ný."


Athugasemdir
banner
banner
banner