lau 16. nóvember 2019 06:00 |
|
Benteke má ekki keyra í 12 mánuði
Belgíski sóknarmaðurinn Christian Benteke hefur misst bílprófið næstu 12 mánuðina.
Benteke, sem leikur með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, var fundinn sekur um of hraðan akstur í þrjú skipti.
Þann 20. janúar keyrði hann á 130 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraðinn var 80 kílómetrar á klukkustund.
Þann 11. mars keyrði hann á rúmlega 140 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraðinn var 65 kílómetra hraði á klukkustund.
Hann keyrði svo á rúmlega 100 kílómetra hraða á klukkustund á svæði þar sem hámarksraðinn er tæplega 50 kílómetrar á klukkustund.
Pamela Stokes, sem dæmdi í málinu, gagnrýndi Benteke. „Benteke er vel þekktur fótboltamaður með marga stuðningsmenn, og hann á að vera fyrirmynd fyrir þessa stuðningsmenn," sagði hún.
Benteke var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu þar sem hann er í landsliðsverkefni með Belgíu.
Benteke, sem leikur með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, var fundinn sekur um of hraðan akstur í þrjú skipti.
Þann 20. janúar keyrði hann á 130 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraðinn var 80 kílómetrar á klukkustund.
Þann 11. mars keyrði hann á rúmlega 140 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraðinn var 65 kílómetra hraði á klukkustund.
Hann keyrði svo á rúmlega 100 kílómetra hraða á klukkustund á svæði þar sem hámarksraðinn er tæplega 50 kílómetrar á klukkustund.
Pamela Stokes, sem dæmdi í málinu, gagnrýndi Benteke. „Benteke er vel þekktur fótboltamaður með marga stuðningsmenn, og hann á að vera fyrirmynd fyrir þessa stuðningsmenn," sagði hún.
Benteke var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu þar sem hann er í landsliðsverkefni með Belgíu.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
22:54
09:00