Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 17:01
Elvar Geir Magnússon
Kisínev, Moldóvu
Eiga mun flottari leikvang en við - Myndarleg austurblokk
Icelandair
Frá æfingu Íslands á keppnisvellinum í dag.
Frá æfingu Íslands á keppnisvellinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru engar nýjar fréttir í því þegar maður heimsækir þjóðarleikvanga annarra landa að maður horfi öfundaraugum á völlinn.

Þjóðarleikvangur Moldóvu tekur 10.400 manns í sæti, svipað marga áhorfendur og Laugardalsvöllur.

En Moldóvar eru með stúkur allan hringinn og fínan aðbúnað. Leikvangurinn var tekinn í notkun 2006.

Alveg við leikvanginn er svo tignarleg sovétblokk sem setur sinn svip á umhverfið!

Leikvangurinn verður langt frá því að vera fullur á morgun þegar Moldóva og Ísland eigast við. Áhuginn á landsliðinu hér er takmarkaður og ef við miðum við ummæli landsliðsþjálfarans á fréttamannafundi í dag verða langflest sætin auð.
Athugasemdir
banner
banner
banner