Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mkhitaryan kennir Emery um slæma spilamennsku sína
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan er um þessar mundir á láni hjá Roma frá Arsenal. Mkhitaryan var á dögunum í viðtali við FourFourTwo.

Þar gagnrýnir hann Unai Emery, stjóra Arsenal, fyrir liðsuppstillingar sýnar og segir það ástæðu fyrir slakri frammistöðu sinni.

„Ég byrjaði sem vængmaður en svo þurfti ég að færa mig aftar og hjálpa varnarsinnuðu miðjumönnunum. Það er ástæðan fyrir því að ég kom ekki að fleiri mörkum."

„Ég vil spila með mikið frjálsræði og vera þar sem nóg er af plássi fyrir mig að gera eitthvað. Sem leikmaður verðuru að gera það sem þjálfarinn biður um,"
sagði Mkhitaryan.

Mkhitaryan skoraði 8 mörk í 39 deildarleikjum með Arsenal. Hann meiddist undir lok september mánaðar og hefur ekki spilað með Roma síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner