Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 16. nóvember 2019 20:28
Brynjar Ingi Erluson
U19 karla skoraði fimm gegn Grikklandi
Kristall Máni Ingason skoraði tvö fyrir Ísland
Kristall Máni Ingason skoraði tvö fyrir Ísland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U19 ára landslið karla vann Grikkland 5-2 í undankeppni Evrópumótsins í kvöld en Kristall Máni Ingason, leikmaður FCK, skoraði tvö fyrir Ísland.

Orri Hrafn Kjartansson kom liðinu yfir á 19. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik.

Valgeir Valgeirsson bætti við öðru marki á 57. mínútu og fjórum mínútum síðar gerði Kristall Máni þriðja markið. Ísak Bergmann Jóhannesson kom Íslandi í 4-0 á 66. mínútu og Kristall Máni gerði svo fimmta markið sjö mínútum síðar.

Grikkland minnkaði muninn með tveimur mörkum undir lok leiks og lokatölur því 5-2.

Síðasti leikur Íslands er gegn Albaníu á þriðjudag en Belgía er í toppsætinu með 6 stig

Byrjunarlið Íslands: Jökull Andrésson (M), Valgeir Valgeirsson, Atli Barkarson, Teitur Magnússon, Andri Fannar Baldursson, Andri Lucas Guðjohnsen (F), Kristall Máni Ingason, Baldur Hannes Stefánsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Ísak Bergmann Jóhannesson, Orri Hrafn Kjartansson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner