Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 16. nóvember 2022 21:16
Ívan Guðjón Baldursson
Ívar Orri nýr íþróttastjóri Víkings R.
Mynd: Víkingur R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Knattspyrnufélagið Víkingur hefur ráðið Ívar Orra Aronsson sem nýjan íþróttastjóra félagsins. Hann er þegar tekinn til starfa og mun sinna flestum þeim verkefnum sem Fannar Helgi Rúnarsson, fráfarandi íþróttastjóri, hafði sinnt.


Fannar Helgi var íþróttastjóri Víkings R. síðustu sex ár en hætti störfum hjá félaginu í haust vegna nýrra áskorana í starfi hjá honum sem grunnskólakennari í Reykjanesbæ.

„Fannar hefur unnið frábært starf fyrir félagið undanfarin sex ár og þó missir félagsins sé mikill þá opnast á sama tíma tækifæri fyrir nýtt fólk til að taka við keflinu og halda áfram að byggja ofan á það glæsilega starf sem unnið er hjá Víkingi. Við kveðjum Fannar með þakklæti og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi," segir meðal annars á vefsíðu Víkings.

Ívar Orri er mikill íþróttaáhugamaður og stuðningsmaður Víkings. Hann æfði fótbolta upp alla yngri flokka Víkings og hefur haft samskipti við félagið í gegnum störf sín sem forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Bústaðir - þar sem hann hefur starfað í fjórtán ár og verið forstöðumaður undanfarin fimm ár.

„Ég er gríðarlega spenntur að hefja störf hjá Víking. Þakklátur fyrir að fá tækifæri til að gefa af mér til míns félags og bætast í frábæran hóp starfsmanna, þjálfara og sjálfboðaliða sem starfa hjá félaginu."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner