Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. desember 2019 14:19
Magnús Már Einarsson
Svikahrappurinn stakk af úr haldi lögreglu
Bernio Ver­hagen þegar hann var kynntur hjá Viborg.
Bernio Ver­hagen þegar hann var kynntur hjá Viborg.
Mynd: Viborg
Lögreglan í Danmörku greindi frá því á Twitter í dag að Bernio Verhagen hafi strokið úr haldi í dag. Verhagen komst í fréttirnar á dögunum en hann krækti sér í samning hjá danska félaginu Viborg á fölskum forsendum.

Með fölsuðum tölvupóstum sem voru í nafni Stellar Group umboðsskrifstofunnar fékk Verhagen samning hjá Viborg en ferilskrá hans var uppspuni.

Í póstunum var sagt að Verhagen yrði líklega seldur til Kína fyrir háar fjárhæðir og þar mátti finna fölsuð meðmæli frá Marc Overmars og fleirum.

Verhagen hefur verið ákærður fyrir svindl og þá hefur dönsk fyrrver­andi kær­asta hans stigið fram í dönsk­um fjöl­miðlum og sagt frá of­beld­is­fullri fram­komu hans.

Verið var að flytja Verhagen til Holbro í dag þegar hann náði að strjúka en leit stendur nú yfir af honum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner