Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. janúar 2020 14:11
Elvar Geir Magnússon
Dómararnir eiga að nota VAR skjáinn
Michael Oliver.
Michael Oliver.
Mynd: Getty Images
Dómarar í ensku úrvalsdeildinni hafa fengið skilaboð þess efnis að þeir eigi að fara sjálfir að VAR skjánum á völlunum þegar tekin er ákvörðun um rauð spjöld.

Dómararáð Englands telur að aðaldómarinn eigi að eiga lokaákvörðun í þeim tilfellum.

VAR skjárinn hefur ekki verið notaður í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili heldur hafa dómarar alltaf treyst á þá sem eru í VAR herberginu í London.

Michael Oliver notaði þó VAR skjáinn í bikarleik Crystal Palace og Derby. Hann breytti þá gulu spjaldi Luka Milivojevic í rautt. Í þannig tilfellum eiga dómarar nú að nota VAR skjáinn.

Dæmi um atvik þar sem dómarinn á nú að leita í VAR skjáinn er þegar Pierre-Emerick Aubameyang fékk rautt gegn Crystal Palace. Paul Tierney dómari hefði þá átt lokaákvörðunina.
Athugasemdir
banner
banner