Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. janúar 2020 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo og Messi meðal launahæstu íþróttamanna síðasta áratugs
Mynd: Getty Images
Transfermarkt tók saman tölfræði yfir hæstlaunuðu íþróttamenn heims síðasta áratuginn og komast aðeins tveir knattspyrnumenn á topp tíu listann.

Aðeins eru skoðuð greidd laun beint frá íþróttinni en ekki auglýsingatekjur eða annar hagnaður.

Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather þénaði langmest síðasta áratuginn eða 820 milljónir, þrátt fyrir að taka aðeins þátt í 10 bardögum.

Cristiano Ronaldo er í öðru sæti með 717 milljónir og Lionel Messi í þriðja með 673 milljónir.

Körfuboltakappinn Lebron James er í fjórða sæti, tennismeistarinn Roger Federer í fimmta og golfarinn Tiger Woods í sjötta, þrátt fyrir að hafa lagt kylfuna á hilluna í nokkur ár.

Í sjöunda sæti er golfarinn Phil Mickelson og á eftir honum koma Manny Pacquaio (hnefaleikar), Kevin Durant (körfubolti) og Lewis Hamilton (Formúla 1).

Topp tíu:
1. Floyd Mayweather - 820 milljónir evra
2. Cristiano Ronaldo - 717m
3. Lionel Messi - 673m
4. Lebron James - 610m
5. Roger Federer - 574m
6. Tiger Woods - 551m
7. Phil Mickelson - 430m
8. Manny Pacquaio - 390m
9. Kevin Durant - 381m
10. Lewis Hamilton - 359m
Athugasemdir
banner