Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. janúar 2021 15:10
Ívan Guðjón Baldursson
Lewandowski búinn að bæta annað markamet
Mynd: Getty Images
FC Bayern og Freiburg eru að spila þessa stundina í þýska boltanum og eru Þýskalandsmeistararnir einu marki yfir.

Það kemur fáum að óvart að það var pólski framherjinn Robert Lewandowski sem skoraði mark heimamanna, en hann bætti alskyns markamet á síðustu leiktíð og var valinn besti knattspyrnumaður heims.

Hinn 32 ára gamli Lewandowski virðist ekkert ætla að slaka á og var að skora sitt 21. mark á tímabilinu, sem er nýtt met í Þýskalandi.

Þýska tímabilið eru 34 leikir og aldrei hefur neinn leikmaður skorað meira en 20 mörk á fyrri hlutanum, þar til nú. Þetta er fimmtándi deildarleikur Lewandowski á tímabilinu sem gerir afrekið enn merkilegra. Hann hefur ennþá seinni hálfleik og næsta leik gegn Augsburg til að bæta markametið frekar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner