Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. janúar 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrra mark Bruno hefði ekki verið löglegt fyrir reglubreytingar
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: EPA
Bruno Fernandes skoraði bæði mörk Manchester United gegn Aston Villa á laugardag. Man Utd komst í 0-2 á Villa Park en Aston Villa náði að skora tvö mörk á lokakaflanum og tókst að landa einu stigi.

Fyrra mark Bruno, sem bar fyrirliðabandið hjá United í leiknum, kom eftir aukaspyrnu snemma leiks. Alex Telles hljóp yfir boltann og snerti hann örlítið. Í kjölfarið tók Bruno snertingu til hliðar og lét vaða, Edinson Cavani reyndi að snerta boltann en tókst það ekki og það fipaði Emiliano Martínez í marki sem missti boltann í gegnum klofið.

Lesandi Fótbolta.net sendi inn spurningu um helgina hvort að markið væri löglegt. Cavani var ekki rangstæður en spurningin var hvort að snertingin hjá Telles hefði verið nægilega mikil. Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar, svaraði spurningunni.

Þarf boltinn ekki að rúlla hring í kring um sig þegar aukaspyrna er tekin?

„Nei, ekki lengur eftir reglubreytingar. Það var þannig að boltinn þurfti að hreyfast ummál sitt en því er búið að breyta - það er nóg að boltinn hreyfist," svaraði Þóroddur.


Athugasemdir
banner