Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   mán 17. febrúar 2020 22:03
Aksentije Milisic
Ítalía: Sjóðheitur Rebic tryggði Milan sigur
Milan 1 - 0 Torino
1-0 Ante Rebic ('25 )

AC Milan og Torino áttust við í lokaleik 24 umferðarinnar í ítölsku Seríu A deildinni. Milan er um miðja deild á meðan Torino er fimm stigum frá fallsæti.

Það var hinn sjóðheiti Ante Rebic sem kom heimamönnum í Milan í forystu á 25 mínútu eftir undirbúning frá Samuel Castillejo. Rebic er búinn að vera duglegur við að skora í undanförnum leikjum og hann hélt því áfram í dag. Meira var ekki skorað í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Jafnræði var með liðunum í þeim síðari en ekki var meira skorað og því verðskuldaður sigur Milan og þrjú góð stig í hús.

Milan er nú með jafn mörg stig og Verona sem er í sjötta sætinu sem gefur rétt í Evrópukeppnina. Torino er hins vegar í 14 sætinu með 27 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner