Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 17. febrúar 2020 22:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Maguire um sparkið: Ánægður að dómarinn var skynsamur
„Þetta var sterk frammistaða og við vissum að við yrðum að vinna til að minnka bilið. Stór þrjú stig," sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 0-2 sigur á Chelsea í kvöld.

„Við höfum verið alltof mikið upp og niður á þessari leiktíð og ætlum ekki að fara framúr okkur með þessum sigri,"

Maguire var spurður út í skallamarkið sitt en það var fyrsta deildarmarkið hjá Maguire í treyju United: „Þetta hefur verið langur tími. Ég vissi að þetta hlyti að koma og vonandi eru fleiri mörk á leiðinni."

Maguire var að lokum spurður út í atvikið þegar hann stimplaði Michy Batshuayi í fyrri hálfleik: „Ég veit að ég fór í hann og mér fannst hann vera að detta ofan á mig. Þess vegna voru þetta náttúruleg viðbrögð hjá mér að stoppa hann."

„Þetta var ekki spark og það var enginn brotavilji. Ég held að þetta hafi verið réttur dómur. Ég bað hann afsökunar og það var ánægjulegt að dómarinn var skynsamur."


Athugasemdir
banner
banner