Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 17. mars 2021 14:13
Magnús Már Einarsson
Lars Lagerback: Góður möguleiki á umspili
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur," sagði Lars Lagerback á fréttamannafundi í dag en hann er mættur á ný í þjálfarateymi íslenska landsliðsins.

Lars er spenntur fyrir undankeppni HM sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku þegar Ísland heimsækir Þýskaland.

Auk þessara liða eru Armenía, Liechtenstein, Rúmenía og Norður-Makedónía í riðlinum.

„Það verður mjög áhugavert að hitta leikmennina aftur. Ég hef rætt við nokkra þeirra í síma," sagði Lars.

„Það er erfitt að komast áfram þar sem einungis efsta liðið fer beint á HM. Að vera í 2. sæti er möguleiki. Raunsætt, ef við höfum alla leikmenn heila heilsu þá eigum við góða möguleika á að komast í umspil."

„Markmiðið er allaf að vinna riðilinn en við vitum hversu sterkir Þjóðverjar eru. Maður á alltaf að horfa raunsætt á veik og styrkleika liðsins samanborið við önnur lið."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner