
Njarðvík og ÍR áttust við í æfingaleik í Njarðvík á dögunum.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Luqman Hakim kom heimamönnum yfir eftir 23. mínútna leik.
Stefán Þór Pálsson jafnaði metin fyrir ÍR undir lok fyrri hálfleiks og fleiri urðu mörkin ekki.
Bæði lið hefja leik í Mjólkurbikarnum eftir tvær vikur en Njarðvík fær Hörð í heimsókn þann 1. maí og ÍR fær ÍH í heimsókn 2. maí.
Athugasemdir