Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. mars 2023 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í námi til að læra íslensku - Vildi vera hluti af samtölum í klefanum
Chante í leik með Stjörnunni síðasta sumar.
Chante í leik með Stjörnunni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Chante Sandiford kom fyrst hingað til lands fyrir sumarið 2015. Þá til að spila með Selfossi. Hún er enn á Íslandi og er búin að festa hér rætur.

Sjá einnig:
Hanskarnir ekki lengst upp á hillu - „Kom strax til baka því ég elska Ísland"

Chante er frá Bandaríkjunum og ólst þar upp. Hún var í UCLA háskólanum í Los Angeles og spilaði þar fótbolta áður en hún hóf atvinnumannaferil sinn í Rússlandi. Svo kom hún til Íslands, lenti á Selfossi.

Chante er búin að vera að læra íslensku frá því hún kom hingað til lands og hefur það gengið ágætlega. Hún hefur lagt mikið á sig og er núna í háskólanámi til þess að ná enn betri tökum á tungumálinu.

„Tungumálið er mjög flókið," sagði Chante í samtali við Fótbolta.net. „Ég byrjaði að fara á námskeið því ég vildi vera hluti af samtölum í klefanum og annars staðar. Það er erfitt að vera útundan og tala ekki íslensku."

„Ég vildi læra og fór á námskeið, en ég var ekki að læra nóg. Ég er núna í Háskóla Ísland í BA-prógrammi í íslensku sem annað mál. Það hefur hjálpað mér mjög mikið."

„Það hefur líka hjálpað mér mikið að þjálfa 7. flokk. Stelpurnar hjálpa mér að tala vel, þær eru hreinskilnar. Það er geggjað," sagði Chante en viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þar talar hún um það hvernig lífið hefur verið á Íslandi.
Hanskarnir ekki lengst upp á hillu - „Kom strax til baka því ég elska Ísland"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner