Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. mars 2023 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mitoma orðaður við nokkur af stærstu félögum Evrópu
Kaoru Mitoma.
Kaoru Mitoma.
Mynd: Getty Images
Japanski kantmaðurinn Kaoru Mitoma hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Brighton á þessari leiktíð.

Þessi 25 ára gamli Japani var á láni hjá Union SG í Belgíu á síðustu leiktíð en hann hefur komið inn eins og stormsveipur inn í enska boltann á þessari leiktíð.

Mitoma hefur komið að 14 mörkum í 26 leikjum á þessu tímabili fyrir lið Brighton sem hefur verið að gera vel.

Mitoma hefur eignast aðdáendur víða um heim en fjölmiðillinn Teamtalk greinir frá því í dag að nokkur risastór félög séu með augastað á honum.

Þar kemur fram að Bayern München, Manchester City og Real Madrid séu að fylgjast með honum fyrir sumarið. Þá hefur áður verið greint frá áhuga Chelsea á honum.

Mitoma er samningsbundinn til 2025 og Brighton mun ekki selja hann ódýrt í sumar.
Enski boltinn - Lengi verið eitrað andrúmsloft á Goodison
Athugasemdir
banner
banner
banner