Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
"Komdu í fótbolta" heldur áfram í sumar
Mynd: KSÍ
Áframhald verður á verkefninu "Komdu í fótbolta" í sumar en undanfarin tvö ár hefur Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, farið vítt og breitt um landið, heimsótt fjölmarga staði og hitt öflugt fólk í smærri sveitarfélögum um land allt.

Fram kemur á vefsíðu KSÍ að verkefnið verði með stærri sniðum í sumar og fleiri staðir heimsóttir en undanfarin tvö ár.

Moli mun áfram hafa umsjón með verkefninu og stendur verkefnið til 15. október. Moli mun heimsækja fjölmarga staði á leið sinni um landið, þar sem Panna-völlurinn sívinsæli verður með í för.

Dagskrá námskeiðsins verður birt á vefsíðu KSÍ um leið og hún kemur í ljós.

Hægt er að senda tölvupóst á Mola á [email protected]


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner