Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. apríl 2021 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Varane efstan á óskalista Man Utd
Varane hefur spilað með Real Madrid í tíu ár.
Varane hefur spilað með Real Madrid í tíu ár.
Mynd: Getty Images
Raphael Varane, miðvörður Real Madrid, er efstur á óskalistanum hjá Manchester United fyrir sumarið þegar kemur að miðvörðum.

Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Constantin Eckner.

Hinn 27 ára gamli Varane hefur spilað með Real Madrid frá 2011 og gert frábæra hluti fyrir spænska stórveldið. Hann varð þá heimsmeistari með Frakklandi 2018.

Man Utd hefur oft verið orðað við leikmanninn en samningur hans við Real Madrid rennur út 2022. Hann gæti verið á förum í sumar, en það var talað um það í slúðri dagsins að Real myndi reyna að selja hann og Gareth Bale í sumar til að fjármagna kaup á Erling Braut Haaland og Kylian Mbappe.

Eckner svaraði aðdáanda á Twitter þar sem hann sagði að Man Utd hefði fengið upplýsingar um að Varane væri fáanlegur og það væru viðræður í gangi; franski miðvörðurinn væri efstur á miðvarðarðarlista United.
Athugasemdir
banner
banner