Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 17. apríl 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viss um að Messi verði áfram
Joan Laporta, nýr forseti Barcelona, er sannfærður um að Lionel Messi muni skrifa undir nýjan samning hjá félaginu.

Messi, sem er markahæsti leikmaðurinn í sögu Barcelona, verður samningslaus í sumar. Hann vildi fá að fara frá félaginu síðasta sumar og það verður spennandi að sjá hvað gerist á næstu vikum.

Messi hefur spilað allan sinn feril með Barcelona og er allra jafnan talinn einn besti fótboltamaður sögunnar.

„Ég mun gera allt sem hægt er til að halda honum. Hann er ótrúleg manneskja og ég er viss um að hann verði áfram hjá Barcelona," sagði Laporta við Deportes Cuatro.

Messi, sem er 33 ára, hefur verið orðaður við Manchester City og Paris Saint-Germain.

Barcelona spilar í dag við Athletic Bilbao í úrslitum spænska bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner