Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 17. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Toppslagur í Lengjubikarnum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það eru þrír leikir á dagskrá í Lengjubikar kvenna í kvöld þar sem HK, Afturelding og Grótta eiga heimaleiki í lokaumferðinni.

Afturelding trónir á toppi deildarinnar og er svo gott sem búin að tryggja sér toppsætið fyrir lokaumferðina.

Mosfellingar taka á móti Grindvíkingum í toppslagnum, en það eru þrjú stig sem skilja liðin að og þá er Afturelding með talsvert betri markatölu.

Grindavík þarf átta marka sigur á Varmárvelli til að komast uppfyrir Aftureldingu á markatölu.

HK og Fram eigast þá við í þýðingarlitlum leik á meðan Grótta spilar við ÍA.

Lengjubikar kvenna - B-deild:
18:00 HK-Fram (Kórinn)
19:00 Afturelding-Grindavík (Malbikstöðin að Varmá)
19:00 Grótta-ÍA (Vivaldivöllurinn)
Lengjubikar kvenna - B-deild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Afturelding 7 4 2 1 22 - 7 +15 14
2.    Grindavík 7 3 2 2 16 - 17 -1 11
3.    ÍA 7 2 4 1 12 - 10 +2 10
4.    HK 7 3 1 3 11 - 10 +1 10
5.    ÍR 7 3 0 4 10 - 14 -4 9
6.    Fram 7 2 2 3 18 - 21 -3 8
7.    FHL 7 2 2 3 12 - 17 -5 8
8.    Grótta 7 1 3 3 10 - 15 -5 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner