Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 17. maí 2021 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lið 3. umferðar: Fyrsti sigur Tindastóls í efstu deild
Bryndís er í liði umferðarinnar.
Bryndís er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Unnur Dóra skoraði eitt.
Unnur Dóra skoraði eitt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna fór fram á laugardag og er tími til kominn að velja í lið umferðarinnar.

Tindastóll vann sinn fyrsta sigur í efstu deild í sögunni þegar liðið lagði ÍBV 2-1 á heimavelli. Þjálfararnir, þeir Guðni Þór Einarsson og Óskar Smári Haraldsson, eru þjálfarar umferðarinnar.


Murielle Tiernan lagði upp bæði mörk Tindastóls og var valin besti leikmaður vallarins. Þær Bryndís Rut Haraldsdóttir og Laufey Harpa Halldórsdóttir voru öflugar í vörninni og eru einnig í liðinu.

Valur vann 1-0 sigur á Fylki og var Mary Alice Vignola best í þeim leik og Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir átti einnig góðan dag.

Á Selfossi unnu heimakonur 3-1 sigur á Stjörnunni. Guðný Geirsdóttir átti góðan leik og hefur heilt yfir byrjað mótið vel og þá skoraði Unnur Dóra Bergsdóttir eitt markanna og er í liðinu.

Þríeyki Breiðabliks er aftur í liði umferðarinnar líkt og í fyrstu umferð. Þær Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Agla María Albertsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir þóttu bestar í sigrinum gegn Þór/KA.

Katie Cousins var þá best á vellinum í jafntefli Þróttar og Keflavíkur og er í 2. sinn í liði umferðarinnar.

Fyrri lið umferðarinnar:
1. umferð
2. umferð

Athugasemdir
banner
banner
banner