Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. júní 2021 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Trippier kostar 43 milljónir
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Atletico Madrid sé búið að setja 43 milljón punda verðmiða á hægri bakverði sínum Kieran Trippier.

Manchester United hefur sýnt Trippier áhuga í sumar en það gæti verið of mikill munur á verðmati á leikmanninum. Rauðu djöflarnir vilja kaupa Trippier á 20 milljónir en Atletico vill fá 43 fyrir bakvörðinn.

Trippier á tvö ár eftir af samningi sínum við Spánarmeistarana og vilja Rauðu djöflarnir kaupa hann til að veita Aaron Wan-Bissaka samkeppni.

Trippier, sem verður 31 árs í september, er með enska landsliðinu á EM og byrjaði framyfir Luke Shaw og Ben Chilwell sem vinstri bakvörður í fyrstu umferð.

Man Utd hefur einnig áhuga á Max Aarons, eftirsóttum bakverði Norwich City.
Athugasemdir
banner
banner
banner