Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mán 17. júní 2024 11:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Rúmeníu og Úkraínu: Zinchenko inn fyrir Mykolenko
Mynd: Getty Images

Keppni í E-riðlinum á EM hefst í dag. Rúmenía og Úkraína mætast klukkan 13. Byrjunarliðin eru komin í hús.


Rúmenía vann sinn riðil í undankeppninni en liðið var m.a. fyrir ofan Sviss. Liðinu gekk hins vegar ekki vel í vináttulandsleikjunum fyrir mótið en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Búlgaríu og Liechtenstein.

Radu Dragusin varnarmaður Tottenham er á sínum stað í vörn liðsins í dag.

Vitaliy Mykolenko bakvörður Everton meiddist í síðasta vináttulandsleik Úkraínu fyrir mótið og er ekki klár í slaginn. Oleksandr Zinchenko leikmaður Arsenal kemur inn í liðið í hans stað.

Rúmenía: Nita, Ratiu, Dragusin, M Marin, Bancu, Burca, Coman, R Marin, Dragus, Man, Stanciu.

Úkraína: Lunin; Konoplia, Zabarnyi, Matviyenko, Zinchenko; Stepanenko, Sudakov, Shaparenko; Tsygankov, Dovbyk; Mudryk.


Athugasemdir
banner
banner