Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 17. júlí 2019 16:05
Arnar Daði Arnarsson
Cloé Lacasse yfirgefur ÍBV í ágúst
Cloé Lacasse.
Cloé Lacasse.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einn besti leikmaður efstu deildar síðustu ár, Cloé Lacasse leikmaður ÍBV mun yfirgefa ÍBV í byrjun ágúst samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net.

Cloé Lacasse sem kemur frá Kanada hefur leikið með ÍBV síðustu fimm tímabil en hún fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrr í sumar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net mun Cloé yfirgefa ÍBV í byrjun ágúst. Við bárum þetta undir Jón Óla Daníelsson þjálfara ÍBV sem sagði að það væri ekkert ákveðið með leikmanninn en staðfesti hinsvegar að hún væri að skoða tilboð frá nokkrum stöðum.

Þetta yrði mikið áfall fyrir Eyjaliðið sem er í mikill fallbaráttu í Pepsi Max-deildinni með níu stig eftir níu leiki. Liðið tapaði í gærkvöldi 9-2 gegn Breiðabliki í Kópavoginum.

Cloé hefur skorað átta mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Í fyrra skoraði hún tíu mörk og sumrin 2017 og 2016 skoraði hún 13 mörk í Pepsi-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner