mið 17. júlí 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Kristján Flóki í KR (Staðfest)
Semur út tímabilið 2023
Kristján Flóki Finnbogason.
Kristján Flóki Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur náð samkomulagi við norska félagið Start um kaup á framherjanum Kristjáni Flóka Finnbogasyni. Kristján Flóki hefur samið við KR út tímabilið 2023 en þetta var staðfest í dag.

Kristján Flóki kemur til KR 29. júlí og verður því klár í fyrsta leik KR eftir Verslunarmannahelgi sem er gegn Grindavík 6. ágúst.

„KR býður Kristján Flóka hjartanlega velkominn í félagið," segir í yfirlýsingu á heimasíðu KR.

FH reyndi einnig að fá Kristján Flóka í sínar raðir en nú er ljóst að hann leikur með KR næstu árin.

Hinn 24 ára gamli Kristján Flóki er uppalinn í FH en hann gekk í raðir Start árið 2017. Í fyrra spilaði Kristján Flóki á láni hjá IF Brommapojkarna í Svíþjóð.

KR er með sjö stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar en liðið er einnig í undanúrslitum Mjólkubikarsins þar sem liðið mætir FH 14. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner