banner
   sun 17. júlí 2022 18:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rotherham
Reynt að fá upplýsingar í gegnum Söru um byrjunarlið Frakklands
Icelandair
'Veistu hvernig byrjunarlið Frakklands verður?'
'Veistu hvernig byrjunarlið Frakklands verður?'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir Lyon í Frakklandi sumarið 2020 og var því hjá félaginu í tvö ár áður en hún svo skipti yfir til Juventus á Ítalíu í síðasta mánuði.

Sara Björk er fyrirliði íslenska landsliðsins og mætir það því franska á morgun. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, var spurður hvort hann hefði leitað til Söru varðandi upplýsingar um leikmenn franska liðsins.

„Nei, mjög lítið. Við höfum aðallega leitað til hennar til að fá byrjunarliðið. Það er kannski mesta óvissan hvernig Frakkarnir ætla að byrja," sagði Steini.

„Eina sem ég veit er að franski þjálfarinn hefur ekki mikið verið að breyta byrjunarliðinu sama í hvaða keppni liðið er í - hvort það er æfingamót eða hvað það er. Það eru sjö-átta leikmenn sem byrja yfirleitt alltaf. Það er reyndar ein af þeim dottin út núna."

„Nýju leikmennirnir sem koma inn hjá þeim eru alltaf góðir. Við höfum farið yfir franska liðið - Davíð Snorri (Jónasson) var með góðan fund í gær. Ég held að við séum bara ágætlega undirbúin eins og staðan er í dag,"
sagði Steini.

Leikurinn á morgun byrjar klukkan 19:00 og fer fram á heimavelli Rotherham, New York leikvanginum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner