Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 15. júlí 2022 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Stærsta stjarna Frakklands ekki með gegn Íslandi
Icelandair
Marie-Antoinette Katoto.
Marie-Antoinette Katoto.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marie-Antoinette Katoto, stærsta stjarna franska landsliðsins, mun ekki spila meira með á Evrópumótinu.

Katoto, sem er 23 ára leikmaður Paris Saint-Germain, hefur gert 26 mörk í 32 landsleikjum.

Hún er með slitið krossband og verður þess vegna ekki meira með á EM í sumar. Hún verður ekki með í leiknum gegn Íslandi næstkomandi mánudagskvöld.

Þetta er áfall fyrir Frakka sem ætla sér að fara alla leið á þessu móti. Þær eru komnar upp úr riðlinum en það er ljóst að þær fá erfiðan leik í átta-liða úrslitum gegn annað hvort Hollandi eða Svíþjóð. Þær verða án Katoto í þeim leik.

Leikurinn gegn Frakklandi er afar mikilvægur fyrir okkur Íslendinga. Með sigri komumst við upp úr riðlinum og í átta-liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner
banner