sun 17. júlí 2022 10:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Stelpurnar yfirgefa Crewe - Koma þær aftur hingað?
Icelandair
Glódís Perla verður á fréttamannafundi síðar í dag.
Glódís Perla verður á fréttamannafundi síðar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu hafa verið með aðsetur í Crewe á meðan Evrópumótið hefur farið fram hérna í Englandi.

Liðið hefur gist á fallegu hóteli í borginni og æft á æfingasvæði Crewe Alexandra.

Í dag mun liðið hins vegar yfirgefa Crewe og halda til Sheffield þar sem liðið mun dvelja næstu daga.

Liðið leikur lokaleik sinn í riðlinum gegn Frakklandi í Rotherham á morgun. Þú ert um tvo tíma á leiðinni frá Crewe til Rotherham og var ákveðið að það væri best fyrir liðið að gista í Sheffield sem er næsta borg við Rotherham í kringum þennan leik.

Ef liðið kemst áfram þá fer það aftur á hótel sitt í Crewe.

Seinna í dag er fréttamannafundur fyrir leikinn gegn Frakklandi. Á þeim fundi verða Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, og Glódís Perla Viggósdóttir, varafyrirliði.

Ísland er með örlögin í sínum höndum fyrir morgundaginn en liðið kemst áfram í átta-liða úrslit með sigri á Frökkum. Það verður hægara sagt en gert því Frakkar eru með algjörlega magnað lið. Frakkland er nú þegar búið að vinna riðilinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner