Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
   fim 17. júlí 2025 11:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrafn Tómasson í Þrótt R. (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Hrafn Tómasson hefur verið lánaður frá KR til Reykjavíkur Þróttara.

Hrafn er kominn með leikheimild fyrir leik Þróttar og Leiknis í 13. umferð Lengjudeildarinnar, en sá leikur fer fram annað kvöld á Domusnovavellinum í Breiðholti.

Hrafn, eða Krummi eins og hann er oftast kallaður, er 22 ára miðjumaður sem sleit krossband í apríl í fyrra og er að komast af stað eftir þau meiðsli.

Þetta eru ekki einu tíðindin af Þrótti því jakob Gunnar Sigurðsson hefur yfirgefið herbúðir félagsins, hann er á leið til Lyngby á láni og mun þar spila með U19 ára liði félagsins.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 12 7 4 1 21 - 8 +13 25
2.    Njarðvík 12 6 6 0 30 - 12 +18 24
3.    HK 12 7 3 2 24 - 13 +11 24
4.    Þróttur R. 12 6 3 3 23 - 20 +3 21
5.    Þór 12 6 2 4 28 - 19 +9 20
6.    Keflavík 12 5 3 4 25 - 18 +7 18
7.    Grindavík 12 4 2 6 28 - 36 -8 14
8.    Völsungur 12 4 2 6 18 - 27 -9 14
9.    Fylkir 12 2 4 6 16 - 20 -4 10
10.    Selfoss 12 3 1 8 13 - 25 -12 10
11.    Fjölnir 12 2 3 7 14 - 27 -13 9
12.    Leiknir R. 12 2 3 7 12 - 27 -15 9
Athugasemdir