Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 17:33
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Elliði tryggði annað sætið - Ian Jeffs með fernu á hálftíma
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elliði lagði KFR að velli í úrslitaleik um 2. sæti D-riðils 4. deildar í dag.

Elliði komst tvisvar sinnum yfir í fyrri hálfleik og leiddi 1-2 í leikhlé en Rangæingar jöfnuðu og var staðan 2-2 þegar tíu mínútur voru eftir.

Gylfi Tryggvason og Pétur Óskarsson skoruðu fyrir Elliða og tryggðu þeim dýrmætan sigur.

KFR 2 - 4 Elliði
1-0 Guðbergur Baldursson ('34)
1-1 Styrmir Erlendsson ('40)
1-2 Óðinn Arnarsson ('42)
2-2 Þórhallur Lárusson ('64)
2-3 Gylfi Tryggvason ('83)
2-4 Pétur Óskarsson ('86)

Ian Jeffs skoraði þá fernu á fyrsta hálftímanum er KFS slátraði Kóngunum.

KFS skoraði 19 mörk í leiknum og var Ásgeir Elíasson atkvæðamestur með 6 mörk.

KFS er í neðri hluta deildarinnar með 13 stig en Kóngarnir hafa tapað öllum sínum tíu leikjum í sumar og eru með 4 mörk skoruð og 115 fengin á sig.

Kóngarnir 0 - 19 KFS
0-1 Ian Jeffs ('2)
0-2 Ian Jeffs ('7)
0-3 Erik Ragnar Gíslason Ruiz ('12)
0-4 Ian Jeffs ('29)
0-5 Ian Jeffs ('30)
0-6 Yngvi Magnús Borgþórsson ('32)
0-7 Jóhann Ingi Þórðarson ('39)
0-8 Ásgeir Elíasson ('44)
0-9 Jóhann Ingi Þórðarson ('45)
0-10 Ásgeir Elíasson ('46)
0-11 Ásgeir Elíasson ('56)
0-12 Erik Ragnar Gíslason Ruiz ('57)
0-13 Sæbjörn Sævar Jóhannsson ('59)
0-14 Ásgeir Elíasson ('64)
0-15 Sæbjörn Sævar Jóhannsson ('70)
0-16 Ásgeir Elíasson ('79)
0-17 Birkir Hlynsson ('81)
0-18 Birkir Hlynsson ('85)
0-19 Ásgeir Elíasson ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner