lau 17. ágúst 2019 20:16
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne: Þessi nýja regla er glórulaus
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne lagði bæði mörk Manchester City upp í 2-2 jafntefli gegn Tottenham fyrr í dag.

Allir á vellinum héldu að Gabriel Jesus hefði gert sigurmark Man City í uppbótartíma en það var ekki dæmt gilt vegna hendi í aðdragandanum. Nýjar reglur herma að ef bolti fer í hendi leikmanns í aðdraganda marks þá er það ekki dæmt gilt.

„Svona er þetta bara. Þetta er ný regla og ný tækni í fótboltaheiminum og þetta er smá skrýtið. Ég er ekki sammála þessari nýju reglu en við þurfum að venjast henni," sagði De Bruyne.

„Við vorum miklu betri í dag og hefðum átt að skora fleiri mörk. Þessi hópur mun afreka magnaða hluti á tímabilinu."

De Bruyne vill að reglunni verði breytt. Knötturinn snerti hönd Aymeric Laporte í aðdraganda marksins en De Bruyne bendir á að markið hefði ekki verið dæmt gilt þó boltinn hefði farið í handlegg á leikmanni andstæðinganna.

„Ég er af gamla skólanum, ég elska flæði leiksins og ástríðuna. Mér finnst fínt að það sé verið að bæta leikinn en þessi nýja regla með bolta í hönd finnst mér glórulaus. Ég komst að því að leikslokum að markið hefði heldur ekki verið dæmt gilt ef boltinn hefði farið í hendi á leikmanni Tottenham. Það þarf að endurskoða þessa reglu.

„Við erum stoltir af frammistöðunni okkar. Spurs skoruðu tvisvar en þeir fengu bara tvö færi og nýttu þau vel. Við vorum við stjórn allan tímann gegn stórliði eins og Tottenham, það segir mikið til um gæðin sem við búum yfir."

Athugasemdir
banner
banner
banner