Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
HK staðfestir brúðkaupið - Hörður ekki með gegn Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK er búið að staðfesta þær fréttir að Hörður Árnason verði ekki með liðinu gegn Grindavík um helgina. Hann er að fara í brúðkaup hjá bróður sínum.

Liðin mætast í Pepsi Max-deildinni og er mikið undir enda óvenju stutt á milli Evrópusætis og falls í ár.

Hjörvar Hafliðason greindi frá þessu í Dr. Football þætti og bætti því við að Hörður hafi látið félagið vita af þessu fyrir tímabilið.

„Það lá fyrir í janúar að Hörður Árnason vildi geta verið viðstaddur brúðkaup hjá bróður sínum núna um helgina og var samþykkt strax þá. HK óskar honum og fjölskyldunni til hamingju og góðrar skemmtunar. #liðfólksins," segir í Twitter færslu frá HK.

Hörður hætti hjá Stjörnunni í fyrravor og var kominn í frí frá fótbolta áður en hann tók upp þráðinn með uppeldisfélagi sínu HK um mitt sumar.

Í sumar hefur Hörður spilað alla sextán leiki HK í Pepsi Max-deildinni en liðið hefur verið á miklu flugi að undanförnu og situr í dag í 4. sæti deildarinnar.

„„Ef ég væri stuðningmaður HK eða styrktaraðili liðsins og myndi vita að lykilmaður liðsins væri á leiðinni erlendis þegar Evrópa er handan við hornið þá myndi ég sennilega skalla viðkomandi þegar ég hitti hann næst," sagði Kristján Óli Sigurðsson í Dr. Football.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner