Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 17. ágúst 2019 16:59
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Bale lagði upp í góðum sigri
Modric fékk rautt spjald
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Celta Vigo 1 - 3 Real Madrid
0-1 Karim Benzema ('12)
0-2 Toni Kroos ('61)
0-3 Lucas Vazquez ('80)
1-3 Iker Losada ('91)
Rautt spjald: Luka Modric, Real Madrid ('56)

Real Madrid var allan tímann við stjórn er liðið heimsótti Celta Vigo í fyrstu umferð spænsku deildarinnar í dag.

Gareth Bale var í byrjunarliðinu og lagði hann fyrsta mark leiksins upp fyrir Karim Benzema strax á tólftu mínútu.

Luka Modric fékk að líta sitt annað rauða spjald á ferlinum snemma í síðari hálfleik og hefur dómurinn verið gagnrýndur harðlega. Dómarinn notaði myndbandstæknina til að taka ákvörðunina, en Modric lyfti tökkunum frá jörðinni.

Tíu leikmenn Real létu þetta ekkert á sig fá og skoraði Toni Kroos stórglæsilegt mark skömmu síðar. Hann tók skot úr erfiðu færi fyrir utan teig sem fór í slána og inn.

Lucas Vazquez gerði svo þriðja markið áður en varamaðurinn Iker Losada minnkaði muninn fyrir Betis í uppbótartíma.

Real Madrid á heimaleik við Real Valladolid um næstu helgi á meðan Celta Vigo fær Valencia í heimsókn.
Athugasemdir
banner
banner