Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 17. ágúst 2019 15:26
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Dortmund skoraði fimm
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason er meiddur og var því ekki í leikmannahópi Augsburg sem heimsótti Borussia Dortmund í fyrstu umferð þýska deildartímabilsins.

Leikurinn byrjaði afar vel fyrir gestina og skoraði Florian Niederlechner eftir frábæra sókn á fyrstu mínútu leiksins. Markið kom eftir 30 sekúndna leik en heimamenn voru snöggir að svara fyrir sig.

Paco Alcacer jafnaði tveimur mínútum síðar og var staðan jöfn í hálfleik þrátt fyrir gífurlega yfirburði Dortmund. Jadon Sancho kom heimamönnum yfir í upphafi síðari hálfleiks skömmu áður en Marco Reus og Paco bættu við.

Julian Brandt gerði síðasta mark leiksins og verðskuldaður stórsigur Dortmund staðreynd.

Borussia Dortmund 5 - 1 Augsburg
0-1 Florian Niederlechner ('1 )
1-1 Paco Alcacer ('3 )
2-1 Jadon Sancho ('51 )
3-1 Marco Reus ('57 )
4-1 Paco Alcacer ('59)
5-1 Julian Brandt ('82)

Leon Bailey, Kai Havertz og Kevin Volland skoruðu þá allir er Bayer Leverkusen lagði nýliða Paderborn að velli og Wolfsburg sigraði nýliða Köln.

Fortuna Düsseldorf hafði betur á útivelli gegn Werder Bremen á meðan Freiburg lagði Mainz að velli með þremur mörkum á síðustu tíu mínútunum.

Bayer Leverkusen 3 - 2 Paderborn
1-0 Leon Bailey ('10 )
1-1 Sven Michel ('15 )
2-1 Kai Havertz ('19 )
2-2 Streli Mamba ('25 )
3-2 Kevin Volland ('69 )

Wolfsburg 2 - 1 Köln
1-0 Maximilian Arnold ('16 )
2-0 Wout Weghorst ('60 )
2-1 Simon Terodde ('91)

Werder Bremen 1 - 3 Fortuna Dusseldorf
0-1 Rouwen Hennings ('36 )
1-1 Johannes Eggestein ('47 )
1-2 Kenan Karaman ('52 )
1-3 Kaan Ayhan ('64 )

Freiburg 3 - 0 Mainz
1-0 Lucas Holer ('81 )
2-0 Jonathan Schmid ('84 )
3-0 Gian-Luca Waldschmidt ('87, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner