Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   lau 17. ágúst 2019 18:36
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Markalaust í fyrsta leik David Wagner
Borussia Mönchengladbach 0 - 0 Schalke

David Wagner stýrði Schalke í fyrsta sinn í þýska boltanum í dag er liðið heimsótti sterkt lið Borussia Mönchengladbach.

Wagner, sem gerði góða hluti hjá Huddersfield, tók við Schalke í sumar eftir að liðið hafði rétt bjargað sér frá falli í fyrra.

Í dag voru heimamenn í Gladbach betri en gestirnir fengu sín færi. Hvorugu liði tókst að koma knettinum í netið og markalaust jafntefli því niðurstaðan.

Schalke á næst heimaleik gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München á meðan Gladbach heimsækir Mainz.
Athugasemdir
banner