Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
   sun 17. ágúst 2025 20:04
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var hörku skemmtilegur leikur," sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 3-3 jafntefli við Aftureldingu.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  3 KA

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel, skorum mark, og skjótum tvisvar í slá. Við erum óheppnir að vera ekki í meiri forystu. Svo fannst mér síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik, Afturelding vera sterkari en við. Seinni hálfleikurinn byrjar ekki vel, þeir jafna. Við komumst þrisvar yfir í leiknum, og þeirra mörk eru stórglæsilega. Þeir skora með skalla aftur fyrir sig sem fer yfir Stubb, svo er náttúrulega bara rosalega grátlegt þriðja markið. Við erum ellefu á okkar vallarhelmingi, þeir taka miðjuna og einhvern vegin komast þeir aleinir upp hornið og gefa fyrir og skalla hann inn. Ég á eftir að sjá þetta aftur, hvort menn halda að þetta sé komið, eða hvort þetta sé einbeitingarleysi. En þeir eiga ekki að komast í færi þegar við erum ellefu á okkar vallarhelmingi, eftir miðju," sagði Hallgrímur.

KA byrjaði leikinn gríðarlega vel, og hefðu getað skorað meira en þetta eina mark sem þeir gerðu í fyrri hálfleik.

„Við byrjum mjög vel, við skorum þrjú mörk og skjótum tvisvar í slá. Meira segja fáum við mjög gott færi í lokin þegar 20 sekúndur eru eftir, spilum mjög vel og Dagur er í dauðafæri. Það var mjög gott, og byrjunin á leiknum var bara virkilega sterk. Svo fannst mér við aðeins slaka á, sem gerist kannski þegar þú átt að vera 2, 3-0 yfir en það gengur ekki. Eitt mark er hættuleg staða, og mér fannst Afturelding koma vel inn í seinni hluta fyrri hálfleiks, og áttu bara skilið að jafna þegar þeir gerðu það í seinni," sagði Hallgrímur.

Í þeim þremur leikjum sem KA á eftir fyrir skiptingu, mæta þeir Fram, Stjörnunni og Vestra. Það eru liðin fjögur sem eru í sæti 4-6. 

„Ég held þetta verði spennandi fram að síðasta leik. Við verðum bara að halda áfram að gera okkar hluti vel, ég sá af stórum hluta í dag góða frammistöðu. Það eru smá kaflar sem mér fannst við ekki líta alveg nógu vel sem lið. Við skorum mörk og það er það sem okkur hefur vantað, þannig eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á og segja að við séum ánægðir með að hafa skorað þrjú mörk, tvö sláarskot og skapað fullt. Við tökum það með okkur á móti Fram," sagði Hallgrímur.


Athugasemdir
banner