Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
   sun 17. ágúst 2025 19:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Lengjudeildin
'Alltaf svekkjandi að tapa, sérstaklega í leik þar sem var eiginlega bara eitt færi og þeir skora úr því'
'Alltaf svekkjandi að tapa, sérstaklega í leik þar sem var eiginlega bara eitt færi og þeir skora úr því'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við þurfum að reyna finna aftur ástríðuna fyrir þessu og hafa gaman, það þýðir ekki að fara í eitthvað volæði'
'Við þurfum að reyna finna aftur ástríðuna fyrir þessu og hafa gaman, það þýðir ekki að fara í eitthvað volæði'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum svekktir, alltaf svekkjandi að tapa, sérstaklega í leik þar sem var eiginlega bara eitt færi og þeir skora úr því. Það er mjög svekkjandi," segir Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfari ÍR, eftir tap gegn Þór í dag.

Það var fátt um færi í leiknum og ÍR fékk ekert sem mætti kalla dauðafæri í leiknum.

Lestu um leikinn: ÍR 0 -  1 Þór

„Ég er svekktur með það að við sköpuðum ekki meira, við höfum spilað nokkra svona leiki áður og þeir hafa dottið okkar megin. Þetta er bara svekkjandi. Það vantaði aðeins gæði á boltann, eiginlega í báðum liðum fannst mér. Þetta var barningur í rauninni allan leikinn, mikið um návígi og skallaeinvígi; ekkert auðvelt að vera gæinn sem tekur boltann niður og ætlar að fara spila fótbolta."

„Pétur dæmdi bara leikinn, var ekkert öðruvísi en aðrir dómarar, hallaði ekkert á annað liðið eða neitt. Fínn leikur hjá honum held ég."


ÍR er fjórum stigum frá toppnum en án sigurs í þremur leikjum.

„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt tímabil og við erum í skemmtilegri stöðu. Við höfum núna fengið tvisvar í belginn. Við þurfum að reyna finna aftur ástríðuna fyrir þessu og hafa gaman, það þýðir ekki að fara í eitthvað volæði. Það á eftir að spila fullt af leikjum. Það er barátta um umspilið, fyrsta sætið er þarna líka, mjög jöfn deild, allir leikir erfiðir, enginn auðveldur."

Það urðu talsvert mikla breytingar á liði ÍR í glugganum sem hefur verið gagnrýnt. Tveir lykilmenn fóru út í háskóla og ÍR fékk fimm menn inn. Hákon Dagur Matthíasson og Arnór Sölvi Harðarson eru þeir leikmenn sem fóru í háskóla.

„Við erum búnir að tapa leikjum, það er mjög auðvelt að segja það. En við höfum ekki gert rosalega miklar breytingar á liðinu þó að við höfum fengið menn inn. Við getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla, tvo byrjunarliðsmenn, og svo varnarmenn sem fer úr axlarlið. Maður þarf að fá inn menn í staðinn. Strákarnir sem hafa komið inn hafa gert sitt besta. Svona er bara fótboltinn. Það er mjög auðvelt að standa einhvers staðar fyrir utan og gagnrýna. Svoleiðis er bara leikurinn og gaman að það sé umfjöllun," segir Jói.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 18 10 7 1 42 - 19 +23 37
2.    Þór 18 11 3 4 42 - 25 +17 36
3.    Þróttur R. 18 10 5 3 36 - 28 +8 35
4.    ÍR 18 9 6 3 31 - 19 +12 33
5.    HK 18 9 4 5 32 - 24 +8 31
6.    Keflavík 18 8 4 6 38 - 31 +7 28
7.    Völsungur 18 5 4 9 30 - 40 -10 19
8.    Grindavík 18 5 3 10 35 - 51 -16 18
9.    Selfoss 18 5 1 12 20 - 34 -14 16
10.    Leiknir R. 18 4 4 10 18 - 35 -17 16
11.    Fjölnir 18 3 6 9 28 - 42 -14 15
12.    Fylkir 18 3 5 10 25 - 29 -4 14
Athugasemdir
banner
banner