„Skemmtilegur leikur til áhorfs, ég held að það sé nokkuð ljóst," sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir 3-3 jafntefli við KA.
Lestu um leikinn: Afturelding 3 - 3 KA
„Það var sótt á báða enda, fyrir mér er þetta bara trúin hjá okkur. Við lendum þrisvar undir og erum alltaf að reyna að sækja sigurmarkið, gríðarleg trú í þessu hjá okkur. Það var mikil orka, mér fannst við mjög orkumiklir í síðari hálfleik. Þriðja mark þeirra kemur bara þegar við erum of ákafir að reyna að sækja sigur markið. Það skrifast af einhverjum hluta á mig, og einhverjum hluta á strákana líka að stilla ekki betur upp þar. Það sýnir hugarfarið í liðinu, við erum að reyna að sækja þessa sigra. Það sýnir ennþá meira hugarfarið í liðinu að fara svo bara upp og jafna 3-3 þegar við lendum 3-2 undir. Það hafa mörg lið brotnað við það, en við gerum það ekki. Mér fannst við sýna hversu mikla trú við höfum á því sem við erum að gera. Þannig að frammistaðan í dag fannst mér frábær í 70 mínútur. Fyrstu 20 mínúturnar hjá KA mjög öflugt. Þeir komu grimmir inn, og fyrstu 20 mínúturnar erum við bara ekki með, við erum eihverstaðar annarsstaðar. Eftir það finnst mér við snúa 'mómentinu'. Mér finnst við vera betri svona heilt yfir eftir það," sagði Magnús.
Það var töluvert um vítaköll og það voru tvö dæmd, eitt á sitthvort liðið.
„Okkar var pjúra víti, hann er með hendina úti og var óheppinn að fá boltann í hendina KA maðurinn. Mér fannst sársaukaþröskuldurinn að gefa þeim vítaspyrnu fimm mínútum seinna var í lagi af því við fengum vítaspyrnu rétt áður fannst mér. Af því mér fannst ekkert í því, mér fannst það rosalega soft, og bara ekkert í því. Þannig ég er mjög svekktur með þann vítaspyrnudóm sem þeir skora úr. Við skorum ekki, þannig við þurfum líka að gera betur úr því," sagði Magnús.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.