Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   sun 17. ágúst 2025 21:01
Elvar Geir Magnússon
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Sölvi gat heldur betur fagnað í kvöld.
Sölvi gat heldur betur fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega þungt og erfitt út í Köben en það er frábært að það sé stutt á milli leikja. Nú fær maður þá tilfinningu aftur að lífið sé gott því það var mjög svart yfir manni eftir Danmerkurferðina," segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir 1-0 útisigur gegn ÍA.

Víkingur fékk alvöru skell gegn Bröndby í forkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag og Sölvi er ánægður með svarið frá sínu lið i.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

„Við þurfum að nýta þessar tilfinningar sem við vorum að ganga í gegnum sem kraft í þennan leik og mér fannst við gera það."

Undir okkur komið núna
Þetta er góður dagur fyrir Víking því keppinautar þeirra misstigu sig, Valur tapaði illa í Eyjum og Breiðablik er að tapa gegn FH þegar þessi orð eru skrifuð.

„Úrslitin í dag setja okkur í þá stöðu að þetta er undir okkur komið núna. Ef við klárum okkar þá munum við enda á toppnum, sem er markmiðið okkar. Það var hungur í mönnum í dag og menn voru vel stilltir."

„Ég lagði mun minna í taktík fyrir þennan leik. Mér var nokkurn veginn sama hvernig við myndum vinna þetta, ég vildi bara viðbrögð frá liðinu og sigur. Þetta var torsóttur sigur en sanngjarn."

Pálmi staðið sig hrikalega vel
Í viðtalinu fer Sölvi yfir ástæðuna fyrir þeim breytingum sem hann gerði á byrjunarliðinu en athygli vakti að Ingvar Jónsson var kominn aftur í markið eftir að Pálmi Rafn Arinbjörnsson hefur staðið milli stanganna undanfarnar vikur. Sölvi vill þó ekkert gefa upp hvort Ingvar sé kominn til að vera í markinu.

„Ef við horfum á mörkin sem við fáum á okkur á móti Bröndby þá eru þau ekki skrifuð á Pálma. Pálmi hefur staðið sig hrikalega vel en stundum henta leikir öðrum þeirra betur. Það er eitthvað 'tabú' að skipta út markverðinum en ég er virkilega sáttur við frammistöðu Pálma. Ég get ekki sett út á hann í þessum markvörðum. Pálmi fékk sitt móment og svo sjáum við hvernig framhaldið verður," segir Sölvi Geir Ottesen.
Athugasemdir
banner
banner