Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 17. ágúst 2025 21:01
Elvar Geir Magnússon
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Sölvi gat heldur betur fagnað í kvöld.
Sölvi gat heldur betur fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var virkilega þungt og erfitt út í Köben en það er frábært að það sé stutt á milli leikja. Nú fær maður þá tilfinningu aftur að lífið sé gott því það var mjög svart yfir manni eftir Danmerkurferðina," segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir 1-0 útisigur gegn ÍA.

Víkingur fékk alvöru skell gegn Bröndby í forkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag og Sölvi er ánægður með svarið frá sínu lið i.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

„Við þurfum að nýta þessar tilfinningar sem við vorum að ganga í gegnum sem kraft í þennan leik og mér fannst við gera það."

Undir okkur komið núna
Þetta er góður dagur fyrir Víking því keppinautar þeirra misstigu sig, Valur tapaði illa í Eyjum og Breiðablik er að tapa gegn FH þegar þessi orð eru skrifuð.

„Úrslitin í dag setja okkur í þá stöðu að þetta er undir okkur komið núna. Ef við klárum okkar þá munum við enda á toppnum, sem er markmiðið okkar. Það var hungur í mönnum í dag og menn voru vel stilltir."

„Ég lagði mun minna í taktík fyrir þennan leik. Mér var nokkurn veginn sama hvernig við myndum vinna þetta, ég vildi bara viðbrögð frá liðinu og sigur. Þetta var torsóttur sigur en sanngjarn."

Pálmi staðið sig hrikalega vel
Í viðtalinu fer Sölvi yfir ástæðuna fyrir þeim breytingum sem hann gerði á byrjunarliðinu en athygli vakti að Ingvar Jónsson var kominn aftur í markið eftir að Pálmi Rafn Arinbjörnsson hefur staðið milli stanganna undanfarnar vikur. Sölvi vill þó ekkert gefa upp hvort Ingvar sé kominn til að vera í markinu.

„Ef við horfum á mörkin sem við fáum á okkur á móti Bröndby þá eru þau ekki skrifuð á Pálma. Pálmi hefur staðið sig hrikalega vel en stundum henta leikir öðrum þeirra betur. Það er eitthvað 'tabú' að skipta út markverðinum en ég er virkilega sáttur við frammistöðu Pálma. Ég get ekki sett út á hann í þessum mörkum. Pálmi fékk sitt móment og svo sjáum við hvernig framhaldið verður," segir Sölvi Geir Ottesen.
Athugasemdir
banner