Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
   sun 17. ágúst 2025 20:13
Haraldur Örn Haraldsson
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Þetta var fáránlegt," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA eftir 3-3 jafntefli við Aftureldingu.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  3 KA

„Við komumst þrisvar yfir í leiknum og alltaf ná þeir að jafna. Ég veit ekki alveg. Stubbur búinn að verja víti, og samt missum við þetta niður í jafntefli. Þetta er ógeðslega svekkjandi, við hefðum viljað koma hingað og sækja þrjú stig. Við ætlum okkur í efri hlutann, vonandi mun þetta stig hjálpa okkur eitthvað með það," sagði Hallgrímur.

KA liðið spilaði mjög vel í byrjun leiks, en náðu bara að skora eitt mark á þeim kafla.

„Ég bara skil ekki hvernig við settum ekki fleiri mörk á þá, á þeim tímapunkti. Við keyrðum yfir þá fyrstu 20-30 mínúturnar, síðan gáfum við smá eftir. Vorum lélegir í pressunni. Þeir eru bara vel spilandi og nýta sér það þegar við erum sofandi. Þannig við hefðum átt að nýta þessar fyrstu mínútur betur," sagði Hallgrímur.

KA er með -14 í markatölu, en eru aðeins tveimur stigum frá efri hlutanum. Með deildina svona jafna, gæti það reynst dýrt að vera með svona slaka markatölu ef KA yrði með jafn mörg stig og önnur lið þegar kemur að skiptingu.

„Markatalan gefur okkur ekki neitt, við erum með lang lélegustu markatöluna af þessum liðum sem eru í baráttunni um að vera í efri hlutanum. Næst lélegasta markatalan í deildinni. Við verðum bara að sækja stigin, það er það eina sem við getum hugsað um. Auðvitað viljum við laga markatöluna, en ég held það sé erfitt að koma henni í plús allavega fyrir skiptingu," sagði Hallgrímur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner