þri 17. september 2019 12:22
Fótbolti.net
„Eins og dómarinn nái að skora mark"
Guðmundur Ársæll Guðmundsson með flautuna í munninum.
Guðmundur Ársæll Guðmundsson með flautuna í munninum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Ársæll Guðmundsson dómari beitti hagnaðarreglunni á frábæran hátt þegar Breiðablik og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi Max-deildinni í gær.

Í aðdragandanum að marki Stjörnunnar var gróf tækling frá Brynjólfi Darra Willumssyni, leikmanni Blika, en Guðmundur lét leikinn halda áfram.

„Guðmundur Ársæll dómari fær stórt prik þar. Það var gróf tækling á miðjum velli og flestir hefðu flautað brot. Hann sá hinsvegar að það væri eitthvað í gangi, leyfði leiknum að fljóta áfram og það endaði með því að Jósef skoraði," segir Magnús Már Einarsson í Innkastinu.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

Strax eftir markið lyfti Guðmundur svo upp gula spjaldinu. „Þegar hann spjaldaði Brynjólf Darra hugsaði hann 'djöfulsins fokking bingó'," segir Gunnar Birgisson.

„Þessi tilfinning fyrir dómara er eins og að ná að skora mark sjálfur. Mike Dean hefði rifið sig úr að ofan ef hann hefði náð svona dæmi. Eftir hálfleikinn þá mic-droppaði hann flautunni og sagði bara 'Ég er farinn', Elli Eiríks dæmdi svo seinni hálfleikinn," segir Elvar Geir Magnússon.

„Það vantar aðeins meiri leikskilning í myndatökumennina. Þegar það kemur svona dúndurmark eftir hagnað þá á ekki að 'súmma' á markaskorarann heldur á dómarann. Sýna glottið á honum," segir Tómas Þór Þórðarson.


Innkastið - Meistaraþáttur og þjálfaraslúður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner