Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. september 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - Titillinn á leið í Kópavog?
Blikar fá verðugt verkefni gegn FH í Krikanum
Blikar fá verðugt verkefni gegn FH í Krikanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir heimsækir ÍA í fallbaráttuslag
Fylkir heimsækir ÍA í fallbaráttuslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næst síðasta umferð Pepsi Max-deildar karla hefst um helgina en fimm leikir fara fram á sunnudag. Breiðablik heimsækir FH á meðan KR fær Víking R. á Meistaravelli.

Einn leikur fer fram í 3. deild karla í kvöld. Augnablik spilar við Dalvík/Reyni en bæði lið eru örugg með sæti í deildinni og ekki mikið undir.

Á morgun klárast þrjár deildir: Lengjudeildin, 2. deild og 3. deild, en allt er klappað og klárt í Lengjudeildinni. Framarar freista þess að fara taplausir í gegnum tímabilið er liðið spilar við Aftureldingu.

Í 2. deildinni berjast KV og Völsungur um sæti í Lengjudeildinni en KV heimsækir meistaralið Þróttar V. á meðan Völsungur fer til Njarðvíkur.

Þá verður einnig hart barist í 3. deildinni. Eitt lið getur farið upp með Hetti/Hugin. Ægir og KFG eru bæði með 38 stig á meðan Sindri er með 36 stig en Sindri þarf að vinna KFG og treysta á að Ægir tapi stigum gegn meisturunum til þess að komast upp.

Það er þá risaumferð framundan í Pepsi Max-deild karla. Breiðablik heimsækir FH á meðan Víkingur R. fer í Frostaskjól og spilar við KR. Blikar eru með 44 stig en Víkingur með 42 stig. Það er því möguleiki á því að bikar fari á loft í Krikanum.

ÍA og Fylkir mætast í fallbaráttuslag. Þetta gæti verið hreinn úrslitaleikur um sæti í deildinni en á meðan fer Keflavík í Breiðholtið og spilar við Leikni R.

Leikir helgarinnar:

föstudagur 17. september

3. deild karla
19:00 Augnablik-Dalvík/Reynir (Fífan)

laugardagur 18. september

Lengjudeild karla
14:00 Fram-Afturelding (Framvöllur)
14:00 Grindavík-Víkingur Ó. (Grindavíkurvöllur)
14:00 Selfoss-Fjölnir (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Þróttur R.-Þór (Eimskipsvöllurinn)
14:00 ÍBV-Vestri (Hásteinsvöllur)

2. deild karla
14:00 ÍR-Reynir S. (Hertz völlurinn)
14:00 Njarðvík-Völsungur (Rafholtsvöllurinn)
14:00 KV-Þróttur V. (KR-völlur)
14:00 Haukar-KF (Ásvellir)
14:00 Magni-Kári (Grenivíkurvöllur)
14:00 Fjarðabyggð-Leiknir F. (Eskjuvöllur)

3. deild karla
14:00 Einherji-Víðir (Vopnafjarðarvöllur)
14:00 KFG-Sindri (Samsungvöllurinn)
14:00 KFS-Tindastóll (Týsvöllur)
14:00 Elliði-ÍH (Würth völlurinn)
14:00 Höttur/Huginn-Ægir (Vilhjálmsvöllur)

sunnudagur 19. september

Pepsi Max-deild karla
14:00 Leiknir R.-Keflavík (Domusnovavöllurinn)
14:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:15 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)
16:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
18:30 Valur-KA (Origo völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner