Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. september 2021 14:41
Elvar Geir Magnússon
Kári hefur mögulega leikið sinn síðasta landsleik
Kári Árnason í landsleik.
Kári Árnason í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, einn besti varnarmaður Íslandssögunnar, mun leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Í dag var staðfest að hann tekur við starfi yfirmanns fótboltamála hjá Víkingi.

En áður en að því kemur þá leikur hann sína síðustu leiki. Víkingar eru komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins (þar sem þeir mæta Vestra), verður bikarúrslitaleikinn mögulega síðasti leikur Kára eða verður hann með í landsleikjagluggunum í október og nóvember.

„Ég er ekki búinn að ákveða það. Ég er á síðustu metrunum líkamlega, ég verð að skoða stöðuna þegar að því kemur hvernig standið er. Í síðasta verkefni æfði ég eina æfingu og það er ekki staður sem þú vilt vera á þegar þú ert að fara að spila fyrir land og þjóð," segir Kári.

„Ég verð bara að skoða það þegar að því kemur."

Kári hefur leikið 90 landsleiki fyrir Ísland og verið algjör lykilhlekkur í gegnum gullaldarár landsliðsins.

Fúlt að þetta er ekki í okkar eigin höndum
Víkingur á enn möguleika á því að verða Íslands- og bikarmeistari. Tvær umferðir eru eftir af Pepsi Max-deildinni og Víkingur er tveimur stigum frá Breiðabliki.

„Þetta er rosalega spennandi og fúlt að þetta sé ekki í okkar eigin höndum, Breiðablik er á mikilli siglingu. Það eru ekki mörg lið sem eiga séns í þá eins og þeir eru að spila núna. Við þurfum að bíða og vona en engu að síður þurfum við að klára okkar. Ef við förum að klúðra því þá gefum við þeim bara titilinn. Á endanum er það besta liðið yfir 22 leiki sem vinnur mótið," segir Kári.

21. umferðin verður spiluð að mestu á sunnudag en þá eiga Víkingar leik gegn KR á Meistaravöllum og Breiðablik heimsækir FH. Báðir leikirnir verða 16:15.
Kári um nýja starfið: Yrði gráhærður eftir tvö ár sem þjálfari
Athugasemdir
banner
banner
banner